ELKO rekur styrktarsjóð, sem greitt er úr á hverjum ársfjórðungi. Verkefnin eru valin af styrktarnefnd ELKO á reglulegum fundum og tengjast þau öll velferð barna, ungmenna og minnihlutahópa. Áhersla er á styrki með raftækjum eða búnaði sem eflir menntun, nýsköpun eða annað sem leiðir til betra lífs fyrir ungt fólk.
Helstu fyrirtæki og málefni sem ELKO styrkti 2019:
· Umhyggja – Félag langveikra barna
· Ljósið – Endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda
· MS-félag Íslands
· Einstök börn – Stuðningsfélag barna með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni
· Ljónshjarta – Stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem misst hefur maka og börn þeirra
· Sjúkrahúsið Vogur
· Barnaspítali Hringsins
· Krabbameinsfélagið
· Nýsköpunarkeppni Grunnskólanna